Stórurð er án efa eitt stórfenglegasta náttúrufyrirbrigði á Austurlandi og þó víðar væri leitað. Talið er að hinar stóru steinblokkir sem einkenna Stórurð hafi fallið niður á ís sem síðan flutti þær fram dalinn. Þannig varð til þessi undraveröld sem einkennist af...
Stapavík (N65°36.17-W13°57.97) // Um 3 klukkustunda ganga Stapavík er lítil klettavík sem stendur við Héraðsflóa. Í upphafi 20. aldar gegndi víkin mjög mikilvægu hlutverki sem verslunarstaður fyrir Fljótsdalshérað en þar var vörum skipað upp alveg fram á sjötta áratug...
Kóreksstaðavígi (N65°32.782-W14°10.591) // Um 20 mínútna ganga Kóreksstaðavígi er fallegur stuðlabergsstapi og vísar til þjóðsögu um Kórek bónda sem bjó að Kóreksstöðum samkvæmt Fljótsdælu. Sagt er að Kórekur hafi varist óvinum sínum við stuðlabergsstapann, fallið í...
Vestdalsvatn (N65°17.102-W14°17.887) // Um 4 klukkustunda ganga Skemmtileg gönguleið er yfir Vestdalsheiði frá Héraði yfir í Seyðisfjörð. Vestdalsheiði var áður fyrr fjölfarinn fjallvegur en gengið var upp með Gilsá yfir heiðina og niður Vestdal í Seyðisfjörð. Gott er...
Rauðshaugur (N65°12.77-W14°23.01) // 3 – 4 klst. Rauðshaugur er áberandi brjóstlaga hóll upp af Höfða og sést víða af Héraði. Þjóðsaga segir hólinn vera grafhaug Rauðs bónda á Ketilsstöðum, sem nefndur er Ásrauður í fornsögum, og sést þaðan til tveggja annarra...
Valtýshellir (N65°06.410-W14°28.517) // 3 klst. Gengið frá þjóðvegi austan (utan) við Gilsá (N65°08,172- W14°31.133). Farið er framhjá rústum Hátúna en þar var myndarbýli í árdaga Íslandsbyggðar og er sagt að þar hafi verið 18 hurðir á járnum. Sjást þar enn merki um...
Bjargselsbotnar (N65°05.465-W14°43.031) // 3 klst. Gengið frá Hússtjórnarskólanum á Hallormsstað og fylgt stikum ljósgrænum að lit. Leiðin liggur í gegnum framhlaupsurð, sem myndaðist fyrir um 10.000 árum og nefnist Hólar.Áfram er haldið upp í Bjargselsbotna, inn...
Höttur (N65°07.63-W14°27.25) // 5 klst. Höttur (Hátúnahöttur) er tignarlegt fjall, sem rís upp af fjallshryggnum milli AusturValla og Fagradals, og er af mörgum talinn bæjarfjall Egilsstaða.Gengið frá þjóðvegi austan (utan) við Gilsá (N65°08,172-W14°31.133) í átt að...
Stuttidalur (N64°59.173-W14°35.217) // 3 klst. Gengið frá skilti, sem er við gönguhlið rétt við þjóðveginn utan við Haugaána. Leiðin er stikuð. Stuttidalur liggur í austur á milli Hallbjarnarstaðatinds og Haugafjalls. Hólkurinn með gestabók og stimpli er við tjörnina...
Múlakollur (N65°01.624-W14°38.049) // 3 klst. Þingmúli skiptir Skriðdal í Norðurdal og Suðurdal en hringvegurinn liggur einmitt um Suðurdal til Breiðdals. Bærinn Þingmúli var helsti þingstaður Austfirðinga í nokkrar aldir og eru Múlasýslurnar nefndar eftir honum....
Skúmhöttur (N65°02.548-W14°28.848) // 6 klst. Skúmhöttur er næst hæsta fjall í fjallgarðinum milli Reyðarfjarðar og Fljótsdalshéraðs. Fjallið er að mestu úr líparíti en sjálfur tindurinn er úr dekkra bergi. Gengið frá Þórisá og síðan eftir hryggnum framan í fjallinu...
Strútsfoss (N64°54.194-W15°02.314) // 2 klst Gengið er frá Sturluflöt, innsta bæ í Suðurdal, austan Kelduár.Gengið er upp með Fellsá austanvert í Villingadal.Fossinn sést ekki fyrr en komið er nokkuð langt inn dalinn. Þá er hægt að ganga upp með Strútsgili þar sem...
Hrafnafell (N65°18,304-W14°29,098) // 2 klst. Ekið Fjallsselsveg upp á hæsta ás suðvestan við Hafrafell. Gengið frá vegi að fjarskiptamöstrum á Hrafnafelli þar sem hólkinn með gestabók og stimpli er að finna. Upplagt að koma við í Hrafnafellsrétt...
Rangárhnjúkur (N65°19.410-W14°35.498) // 4 klst. Auðveldast er að ganga vegarslóða frá Fjallsseli. Þegar upp er komið er farið út af veginum og gengið út á Rangárhnjúkinn þar sem hólkurinn með gestabók og stimpli er. Gaman er að fara niður hjá Egilsseli og ganga síðan...
Spanarhóll (N65°15.588-W14°41.446) // 5 klst. Spanarhóll er í norðurenda Fjórðungsháls 591 m. Ekið inn Fellin að Refsmýri. Gengið þaðan að Hlíðarseli og áfram upp gilið fyrir ofan rústirnar upp á Fjórðung á Fellaheiðinni. Þaðan er greið leið að Spanarhóli. Hólarnir...
Sandfell (N65°05.637-W14°30.298) // 5 klst. Sandfell er mikilfenglegt, hrygglaga líparítfjall er minnir á tjaldbúð því hlíðar þess eru með jöfnum halla, klettalausar að mestu. Á Sandfelli eru tveir toppar, dökkleitir. Lagt upp frá veginum utan við...
Heiðarendi (N65°23.085-W14°33.819) // 2-3 klst. Ekið upp fyrir Heiðarsel og beygt inn á slóð til vinstri áður en komið er að Nátthaga. Gengið frá skilti sem er við gamla veginn fyrir ofan Nátthaga. Gengið upp á brún og síðan út eftir til hægri uns komið er að hólknum...
Grjótgarður við Hjarðarhaga (N65°21.391-W15°00.061) // 2.5 klst. Grjótgarður er í Hjarðarhagaheiði, liggur frá efsta fossi í Sauðá (Urðarfossi) norðaustur heiðina í átt að Teigará, sem er um 4 km. Garðurinn er vel greinilegur og lagfærður að hluta,einnig sjást partar...
Hnjúksvatn (N65°14.333-W15°15.887) // 3 klst. Gegnt Merki á Jökuldal uppi á heiðinni er Hnjúksvatn. Ávalir klettar og aurar einkenna heiðarlandslagið. Gengið er með vegi upp með Hnjúksánni að Binnubúð við Hnjúksvatn. Þar er hólkurinn með gestabók og stimpli. Gaman er...
Eiríksstaðahneflar (N65°08.617-W15°28.195) // 5-6 klst. Í þessari göngu eru tvær flugur slegnar í einu höggi þar sem fjöllin eru tvö, Fremri – og Ytri Hnefill. Gengið frá Langavorssteini við Þverá innan við Eiríksstaði á Fremri-Hnefil (947 m). Þar er hólkurinn með...
Magnahellir (N64°99.252-W15°71.683) // 0.5 klst. Ekið frá Kárahnjúkastíflu eftir góðri jeppaslóð að norðan út Lambafell að krossgötum við Laugavelli. Farið er niður að bílaplani við Dimmugljúfur. Þar er upplýsingaskilti og upphaf merktrar gönguleiðar, sem liggur í...
Hvannárgil (N65°16.868-W15°47.418) // 4 klst. Neðra Hvannárgil í Möðrudalslandi er einstaklega áhugaverður staður til skoðunar í náttúru- og jarðfræðilegu tilliti. Hægt er að ganga hringleið frá neðsta Hvannárgili (N65°17.525 – W15°50.881), þaðan í efsta gilið og...
Landsendi (N65° 43.352-W14°23.300) // 2 klst.Gengið frá þjóðvegi (áður en haldið er upp á Hellisheiði) við Biskupshól (N65°42.52- W14°24.41). Þaðan er svo gengið að Keri sem er forn verstöð og út á Landsendahorn. Þar er afar fallegt útsýni yfir Móvíkur, tvær víkur sem...
Þerribjarg (N65°45.336-W14°20.990) // Erfitt – Difficult // 5 klst/hrs Nokkuð brött og erfið ganga. Ekið er upp á Hellisheiði og þaðan eftir vegarslóða þar til komið er efst í Kattárdalsdrög. Vegarslóðinn liggur niður í Kattárdal. Þar er skilti þar sem bílum er...
Hafrahvammar / Dimmugljúfur (N64°99.252-W15°71.683) Hafrahvammagljúfur á Austurlandi er með stærstu og stórfenglegustu gljúfrum landsins. Þar sem það er hæðst er það um 200 metrar og er gljúfrið um 8 kílómetrar að lengd. Falleg merkt gönguleið er meðfram gljúfrinu og...
Hengifoss (N65°04.41-W14°52.84 start) // 2 klst. Vegna slæms ástands á efsta hluta gönguleiðar aðHengifossi getur sá hluti verið lokaður tímabundið. Það er oftast á haustin og vorin þegar snjóa leysir. En gönguleiðin að Litlanesfossi, og öllu magnaðastuðlaberginu sem...
Fardagafoss (N65°16.06-W14°19.96) // 1.5 klst. Fardagafoss steypist niður hlíðar Fjarðarheiðar um sex km fráEgilsstöðum. Gönguleiðin að fossinum hefst við bílastæðið sem er rétt viðveginn til Seyðisfjarðar. Það tekur um hálftíma að ganga að fossinum. Leiðin er falleg,...
Hestaferðir Húsey Heimsókn í Húsey við Héraðsflóa er hrein náttúruupplifun. Hundruð sela liggja á eyrum í Jöklu, lómurinn verpir í tugatali, þarna er eitt stærsta kjóavarp í heimi og skúmurinn gerir reglulegar loftárásir á ferðamenn. Best af öllu er að njóta...
Snæfell (N64°47.846-W15°33.631) // 6 klst. Snæfell (1833 m) er hæsta fjall Íslands utan jökla og er fjallið sjálft ogsvæðið umhverfis það innan marka Vatnajökulsþjóðgarðs. Snæfell ernokkuð keilulaga, enda forn megineldstöð sem hefur ekki rumskað í 10 þúsund ár....