Hengifoss (N65°04.41-W14°52.84 start) // 2 klst.

Vegna slæms ástands á efsta hluta gönguleiðar aðHengifossi getur sá hluti verið lokaður tímabundið. Það er oftast á haustin og vorin þegar snjóa leysir. En gönguleiðin að Litlanesfossi, og öllu magnaðastuðlaberginu sem þar má finna, er alltaf opin og í ágætis standi.
Hengifoss er annar hæsti foss landsins og eitt af þekktustu kennileitumAusturlands.
Hann er 128 m hár en vatnsmagn hans er hins vegar fremur lítið. Hengifossá á upptök sín í Hengifossárvatni uppi á Fljótsdalsheiði og fellur í innanvert Lagarfljót.

Fossinn þykir sérlega fallegur og eru berglögin umhverfis hann einnigathyglisverð vegna þunnra, rauðra leirlag
a sem eru á milli blágrýtislaganna. Litlu neðar í Hengifossá er fossinn Litlanesfoss og þaðsem þykir svo sérlega fallegt við hann er stuðlabergið sem að umkringirfossinn.
Það er tiltölulega létt ganga upp að fossinum, leiðin er þó dálítið brött á köflum. Hægt er að ganga upp með ánni veggja vegna frá þjóðvegi enalgengast er þó að ganga frá bílastæði sem staðsett er innan við ána.
Hækkunin er um 300 metrar. Það er einnig hægt að fara uppfyrirHengifoss og vaða ána og ganga hinu megin niður.

Landverðir Vatnsjökulsþjóðgarðs bjóða upp á fræðslugöngu kl 10 alla virka daga á fræðslutímabili þjóðgarðsins (frá 28. júní til 6. ágúst). Gengið er frá bílastæðinu við Hengifoss og
upp að Litlanesfossi en á leiðinni er rætt um jarðfræði og sögu Hengifoss og umhverfisins í kring.

Sjá bækling með gönguleið hér.

ÞJÓNUSTUAÐILAR

Simi: +354 471 2320
X