HEIÐARBÝLIN Í göngufæri

Hiking to icelandic farms

Ferðafélag Fljótsdalshérað, sveitarfélagið Fljótsdalshérað og Kaupvangur menningar og fræðasetur Vopnfirðinga sameinuðust fyrir nokkrum árum um að byggja upp menningartengda ferðaþjónustu á Jökudalsheiðinni og heiðunum þar í kring. Settir voru upp staukar hjá 22 býlum, sem innihalda upplýsingar um býlið, ábúendur og sögur tengdar því, gestabók og stimpil. 2017 var svo 4 býlum á Almenningi í Selárdal, bætt við. Gönguleikur er tengdur verkefninu, sem felst í því að safna 10 stimplum í þar til gerð kort og skila þeim til Ferðafélags Fljótsdalshéraðs eða á Egilsstaðastofu við Tjaldstæðið á Egilsstöðum. Dregið er úr kortunum um veglega vinninga í september ár hvert. Kortin eru til sölu í Sænautaseli, á Upplýsingamiðstöðvum á Egilsstöðum og Vopnafirði, hjá Egilsstaðastofu og á skrifstofu Ferðafélags Fljótsdalshéraðs, Tjarnarási 8, Egilsstöðum.

 

SKOÐAÐU BÆKLINGINN HÉR

X