Melur

Melur (N65°28.24-W15°26.95)

Nýbýlið var byggt 1848 og töldu býlisstofnendur sig byggja í almenningi, en presturinn á Hofi var á öðru máli og reis af þessu mikið málaþras, sem nýbýlingarnir töpuðu og gékk jörðin til Hofskirkju. Frumbyggjar á Mel voru Jón Guðmundsson, Mývetningur að ætt og Steinunn Torfadóttir frá Arnkelsgerði, Torfasonar. Melur var í byggð til 1904 en mun þó hafa verið í eyði örfá ár á tímabilinu. Á Mel er leitarmannakofi.

Gestreiðarstaðir

ÞJÓNUSTUAÐILAR

Melur
X