Hjólaleiðir

Hiking to icelandic farms

Hjólaleiðir

1. Vestdalsvatn – Seyðisfjörður

Leið er yfir Vestdalsheiði frá Héraði yfir í Seyðisfjörð. Vestdalsheiði var áður fyrr fjölfarinn fjallvegur en gengið var upp með Gilsá yfir heiðina og niður Vestdal í Seyðisfjörð.Leiðin hefur verið merkt og auglýst sem ein af perlum Fljótsdalshéraðs.
Vænlegast er að hefja för af vegslóða uppá Fjarðaheiði við vesturenda heiðarvatns þar sem finna má listaverkið „sæki það seinna“. Vegslóða er fylgt í suðurátt ofan við og meðfram Heiðavatninu. Slóðin er nokkuð greinileg allt að vestanverðu Vestdalsvatni. Þaðan er mögulegt að velja milli tveggja leiða frá vatninu, að þeirri leið sem komið var undanskyldri, sé vilji á að hafa annan endastað heldur en upphafsstað.
Hægt er að taka stefnu í norðvesturátt niður með Gilsá og þar niður í Gilsárdal eftir malarveg og að Eiðum. Skemmtileg og fjölskylduvæn leið en er nokkuð löng.
Svo er einnig hægt að þræða sig meðfram vatninu vestanverðu og finna merkta gönguleið niður i vestdal. Leiðin frá Vestdalsvatni liggur niður nokkuð há klettabelti og syllur og er því nokkuð krefjandi.
Eftir að er komið niður í dalinn sem er gróin og farið er eftir nokkuð þægilegum kindagötum niður gegnum hann allt að malarvegi við Háubakka sem leiðir niður að vestdalseyrarveg og þaðan er stutt inn i þéttbýli.
Gott er að hafa í huga að nokkuð skipulags krefst þess að hjóla að vestdalsvatni sé ekki valin sama leið til baka og farin er að vatninu. Hafa þarf meðferðis varahluti og verkfæri ásamt nesti, vatnbrúsa í það minnsta. Einnig þarf að hafa bílstjóra sem bíður ferðamanns/manna á fyrirfram ákveðnum endastað, eða ferðast á fleiri bílum og skilja einn eftir við endastað því ekki er vænlegt að hjóla til baka upp Fjarðarheiði að ferðalokum

:

2. Vök – Hrafnafell

Hjólaleið yfir Hafrafell og Hrafnafell er aðgengileg frá þjóðveg nr.1 um Hafrafellsveg nr.929 sem er rétt um 5km norður frá Fellabæ, við enda Urriðavatns. Bæði er hægt að komast þangað hjólandi sem og á bíl og leggja þá rétt innan við ristahlið á afleggjara. Einnig er skemmtilegur möguleiki að hafa upphafs og endapunkt Vök Baths sem er hinum megin við Urriðavatnið og sést ofan frá Hafrafelli. Fallegt útsýni er yfir Fljótsdalshérað á leiðinni og hjólað er í gegnum stórbrotna klettamyndun sem einkennir náttúruna í kringum þéttbýli Fljótsdalshéraðs.
Farið er út frá Hafrafellsveg við gönguleiðamerkinguferðafélags Fljótsdalshéraðs á hæsta ás milli Hafrafells og Staffells. Gönguleiðin er eftir línuslóða upp á Hafrafell að fjarskiptamöstrum í norður frá gönguleiðarmerkingu.

Línuslóðin fylgir stórskorinni klettalínunni og má á leiðinni skoða gamla fjárrétt sem hlaðin er inn á milli klapparlína.
Þegar komið er að fjarskiptamöstrum á er komið inn í Hafrafellsklaufinna. Gaman er að bregða sér upp aðfjarskiptamöstunum og virða fyrir sér útsýnið bæði til austurs yfir vök Baths, vestur upp að Rangárhnjúk og svo til suðurs yfir Langavatn, Reyðarvatn og Leirtjörn og jafnvel lengra inn með leginum.

Ferðinni er haldið áfram norður og út með klaufinni og er stefnan tekin í átt að næsta felli. Farið er niður stórgrýtta og lausa brekku með ýmsum hossum og náttúrulegum stökkmöguleikum. Komið er niður á mel og er fylgt fjórhjólaslóða yfir á Hrafnafell þar til komið er að mýrarskorningi í slóða, þar er stefna tekin út úr mesta þúfnadraginu yfir á næsta klettabelti og eftir því er hægt að þræða sig fram á brún og horft niður í Staffellsbjörg. Þar niður er skemmtileg og tæknilega krefjandi brekka sem býður upp á ýmsa möguleika frá náttúrunar hendi.
Fram af Staffellsbjörgum er séð heim að Flúðum og er farið er niður malarbrekku niður á mýrarhjall þar sem stefnan er tekin á klapparlínu sem ber örnefnið -Halar- og liggur niður í átt og meðfram Rangá. Efst á klapparlínu er slóði frekar stórrgríttur en verður fljótt tiltölulega hraður. Í slóð sem fylgt er niður eru bæði náttúruleg stökk sem og hlaðnir stökkpallar sem gaman er að horfa eftir og hitta inn á á niðurleið. Klapparlína leiðir inn á vélaslóða rétt ofan við Rangá og honum er fylgt næstu 300 m eða svo þar til komið er aftur að þjóðveg nr.1 þaðan sem hægt er að láta sækja sig eða hjóla til baka að upphafspunkt eða í Vök Baths.

3. Hallormsstaður Hjólabraut

Farið er upp frá Hússtjórnarskólanum Hallormsstað og fylgt stikaðri leið sem er bæði merkt appelsínugulu, bláum og grænum lit.
Fylgja skal appelsínugulu merkingunum upp þennan slóða alveg upp fyrir skógarrjóður áleiðis upp á hallormsstaðarháls, þar byrjar brautin neðan við slóðan á litlum mel við appelsínugula stiku.
Þaðan er leiðin greinileg niður í gegnum skógarrjóðrið og tekur hjólara gegnum margbreytilegt landslag með frábæru útsýni á mörgum stöðum.
Leiðin er 1.6 km lögn, talsverrt brött og tæknileg. Farið er gegnum þéttan birkiskóg, yfir mela og klettasyllur, grónar lautir og lerkiskóg. Endar brautin svo rétt ofan við upphéraðaveg á blámerktri gönguleið sem leiðir aftur að Hússtjórnarskóla, einnig er hægt að hjóla eftir upphéraðsvegi aftur að upphafsstað.

 

4. Vestdalsvatn – Eiðar

5. Rauðshaugur

6. Hallormsstaður

7. Víðivallaháls – Ranaskógur

8. Norðurdalur

9. Ranaskógur

X