Foss

Foss (N65°33.78 – W15°16.44)

Hofsárdalur er talinn ná inn að Steinvarartungusporði en þar tekur við Fossdalur. Þar er bærinn Foss(180 m), sem er talinn mjög gamalt býli, sem mun upphaflega verið byggt úr Bustarfellslandi. Sama ætt bjó að mestu á Fossi frá aldamótum 1800 til byggðaloka 1947. Dalurinn er þröngur með bröttum hlíðum og fellur í Hofsá í grunnu gili skammt undan bænum. Er þar fossinn sem bær og dalur draga nafn af. Að Fossi er ágætt aðgengi frá Bustarfelli en þar á milli eru ca 8 km. Er þá farið til hægri niður hvamm rétt áður en komið er að hliðinu að Bustarfelli og ekið neðan við túnið. Ekki er ráðlegt að aka lengra en að Sniðum og er hægur gangur þaðan inn að Fossi ca 2,5 km. Dalurinn þrengist þar mjög og er kjarri vaxin hlíðin allbrött niður að ánni. En gönguleið greiðfær og góð.

Foss

ÞJÓNUSTUAÐILAR

Foss
X