Fagrakinn

Fagrakinn (N65°30.03 – W15°28.80)

Fagrakinn (420 m) var byggð 1848 að ráði Möðrudælinga sem töldu býlið í Möðrudalslandi. Landnemar voru Jón Ólafsson af Völlum á Fljótsdalshéraði og Guðrún Vigfúsdóttir ættuð úr Stöðvarfirði. Fagrakinn var nyrsta býlið í allri heiðabyggðinni. Frá Fögrukinn að Brunahvammi voru ekki nema röskir 3 km. Vorið 1886 lagðist byggð endanlega af í Fögrukinn. Höfuðástæða þess mun hafa verið uppblástur á Torfunni sem bæjar- og gripahúsin stóðu á. Fagrakinn er skammt frá þjóðvegi 85 sunnan við Hölkná. Við ána er bílaplan og frá því að Fögrukinn er rúmur km og er þá farið skáhallt fram og upp frá planinu.

Gestreiðarstaðir

ÞJÓNUSTUAÐILAR

Gestreiðarstaðir
X