Selsárvellir

Selsárvellir (N65°40.61-W15°22.92)

Selsárvellir stóðu innstir bæja í „Almenningssveit“. Selsárvellir er merkilegt heiðarbýli, það ber öll einkenni þess sem var undir lok byggðar norræns fólks á Grænlandi, Öll hús byggð í einni þyrpingu umhverfis íveruhúsið til verndar kulda frá umhverfi. Frumbýlingur þar, sumarið 1860 var Grímur Grímsson ásamt konu sinni Aldísi Jósefsdóttur og eru þau talin þar í manntali 1860 með tveimur börnum og systur bónda, Guðrúnu. Grímur býr á Selsárvöllum til 1871 en 1874 tekur Sigurður Einarsson við af Jóhönnu Tómasdóttur sem bjó á eftir Grími. Þau hjónin Sigurður og Guðrún Jónsdóttir höfðu búið á Mælifelli árin á undan og komu þaðan. Þau höfðu verið hjú á Selsárvöllum 1866 svo þau þekktu þar til. Á Selsárvöllum búa þau til 1877 í tvíbýli við Jón Jónsson og Sigurbjörgu Sigurðardóttur. Eitthvað verður til þess að slitnar upp úr tvíbýlinu í ótíma því skömmu fyrir áramót 1877 eru Sigurður og Guðrún komin í Aðalból, sem þá hafði staðið í eyði í 13 ár. Þau eru þó til heimilis á Selsárvöllum 22.ágúst það ár. Búskapur leggst af á Selsárvöllum vorið 1878 þegar Jón og Sigurbjörg flytjast þaðan.

Selsárvellir

ÞJÓNUSTUAÐILAR

Selsárvellir
X