Veturhús

8. Veturhús
N65°13.85-W15°27.72

Býlið var upphaflega nefnt Barð og byggt úr landi Hákonarstaða 1846. Bærinn var fyrst byggður á vesturbakka Krókatjarnar (N65°13.87-W15°28.40) er síðar var kölluð Veturhúsatjörn, í 554 metra hæð en vegna uppblásturs þar var hann fluttur, eftir aldamót á austurbakkann í 556 metra hæð. Frumbyggjar voru Benjamín Þorgrímsson, Suður-Þingeyingur að ætt og Guðrún Gísladóttir, bónda á Arnórsstöðum á Jökuldal. Nokkrir af ábúendum Veturhúsa fluttust til Vesturheims eftir Öskjugosið. Veturhús voru í byggð til 1941 en voru þó í eyði frá gosinu 1875 og fram undir aldamótin 1900.

Veturhús

ÞJÓNUSTUAÐILAR

Veturhús
X