Víðirhólar

9. Víðirhólar
N65°14.09-W15°22.46

Bærinn var byggður úr landi Hákonarstaða 1846 í 540 metra hæð ca 5,5 km norður af Hálsi. Býlið var fyrst kallað Víðirdalssel. Frumbyggjar voru Vigfús Jósafatsson frá Hömrum í Reykdælahreppi og Rósa Jónsdóttir ættuð úr Öxnadal. Búið var á Víðirhólum til 1905 en þá hafði jörðin rýrnað svo af uppblæstri og ágangi af völdum vikursins að ekki þótti búandi þar lengur. Byggð á Víðirhólum lá þó niðri í nokkur ár eftir Öskjugosið. Tæplega 1 km sunnan við bæjarstæðið er Víðirhólarétt, fjallskilarétt (N65°13.63-W15°22.71), hlaðin úr grjóti. Hún var byggð um aldamótin 1900 og var notuð í rúm 20 ár.

Veturhús

ÞJÓNUSTUAÐILAR

Víðirhólar
X