Hiking to icelandic farms

1. Sænautasel
N65°15.72-W15°31.24

Sænautasel var lengst allra býla á Heiðinni í byggð, eða í 95 ár og byggðist vorið 1843 úr landi Hákonarstaða. Ekki var búið þar í 5 ár eftir Öskjugosið 1875. Frumbyggjar voru Sigurður Einarsson, bónda á Brú og Kristrún Bjarnadóttir bónda á Staffelli í Fellum. Kostir býlisins voru góð silungsveiði í vatninu, góðir sumarhagar og grasgefnar engjar, en snjóþungt var og skjóllítið. Sænautasel fór í eyði 1943.
Árið 1992 var bærinn endurbyggður og er þar á sumrin starfrækt öflug menningartengd ferðaþjónusta þar sem m.a. er hægt að sjá hvernig fólk bjó til sveita í byrjun 20. aldar.
Sænautasel var hugsað sem einhvers konar útgangspunktur í Heiðarbýlaverkefninu og þar hefur verið gist þegar Ferðafélag Fljótsdalshéraðs hefur verði með ferðirnar vinsælu „Húsvitjun á Heiðarbýlin.

Ath.stimpill og gestabók er í litlum skúr við starfsmannainnganginn.

 

 

ÞJÓNUSTUAÐILAR

X