Fossvellir

Fossvellir (N65°41.33-W15°22.01)

Fossvellir eru byggðir á fremri parti Mælifellslands og afbýli frá Mælifelli. Frumbyggi var Björn Guðmundsson frá Torfastöðum og er byggingabréf dagsett 11.apríl 1861, en í sóknarmannatali um haustið er Björn sagður bóndi á Fossvöllum. Þar með lauk 50 ára uppbyggingartímabili í Almenningi og afrétti Hofskirkju en alls voru 7 býli byggð á svæðinu á þeim tíma. Björn galt tvo sauði í afgjald af jörðinni. Búskapur á Fossvöllum lagðist af við dauða Björns 1864 og sagði ekkjan, Ólöf Arngrímsdóttir jörðinni lausri 1865.

Fossvellir

ÞJÓNUSTUAÐILAR

Fossvellir
X