Lindarsel

Lindarsel
N65°22.20-W15°25.80

Byggt úr landi Skjöldólfsstaða 1862 og var síðasta nýbýlið sem reist var á Jökuldalsheiðinni. Guðmundur Hallgrímsson, bónda á Skörðum í Reykjahverfi og Lovísa Dorotea Jörgensdóttir, læknis Kjerulf á Brekku reistu Lindarsel. Lovísa hafði numið handíðir í Kaupmannahöfn og eignaðist hún fyrstu prjónavélina sem vitað er um á Austurlandi. Þau eignuðust fljótlega dóttur, Ólöfu Doroteu, en skömmu seinna dó Lovísa og flosnaði Guðmundur þá upp og Lindarsel fór í eyði 1863. Ólöf Dorotea fór í fóstur til móðurömmu sinnar og flutti með henni til Vesturheims. Áður en Lindarsel byggðist var þar e.k. sæluhús sem stóð við leiðina milli Skjöldólfsstaða og Möðrudals og var kallaður Skjöldólfsstaðavegur.

Lindarsel

ÞJÓNUSTUAÐILAR

Lindarsel
X