Aðalból

Aðalból ( N65’41.27-W15’18.44)

Á Aðalbóli var búið samfellt frá 1851 til 1863, eftir það með hléum til 1878. Frumbyggi var Páll Guðmundsson, frá Hnefilsdal á Jökuldal. Árið 1852 er Páll sagður bóndi og einsetumaður á Aðalbóli í sóknarmannatali Hofs. Samkvæmt sömu heimild býr Páll þar seinna ásamt konu sinni Ingibjörgu Indriðadóttur til 1863. Þar kemur einnig fram að Grímur Grímsson er skráður bóndi þar 1859 en Páll húsmaður. Eftir 1863 er lítið vitað um búsetu á Aðalbóli nema að sóknarmannatal 1877 segir búa þar fjölskyldu, sem var í tvíbýli á Selsárvöllum. Ekki er kunnugt um mörk á landi Aðalbóls sem stóð í Búastaðatungum, en greiddir voru þrír sauðir í afgjald árlega „fyrir Mikaelsmessu“ og landeigendum ætluð afnot þar að auki. Páll Guðmundsson lést á Vakursstöðum 1873 en Ingibjörg kona hans varð úti 1.janúar 1878 við seltættur á hálsinum milli Lýtingsstaða og Vakurssstaða og eru tætturnar við hana kenndar síðan.

Foss

ÞJÓNUSTUAÐILAR

Foss
X