Kóreksstaðavígi (N65°32.782-W14°10.591) // Um 20 mínútna ganga

Kóreksstaðavígi er fallegur stuðlabergsstapi og vísar til þjóðsögu um Kórek bónda sem bjó að Kóreksstöðum samkvæmt Fljótsdælu. Sagt er að Kórekur hafi varist óvinum sínum við stuðlabergsstapann, fallið í bardaga og að lokum verið heygður þar. 

Ekið er framhjá félagsheimilinu Hjaltalundi og síðan afleggjarann að Kóreksstöðum. Stoppað við bílastæði og skilti rétt hjá hliðinu heim að Kóreksstöðum og þaðan er stutt ganga að Kóreksstaðavígi.

Kóreksstaðavígi er ein af Perlum Fljótsdalshéraðs og er hólkur við vígið með gestabók og einnig stimpli fyrir þá sem taka þátt í gönguleik Perlnanna.

Sjá bækling með gönguleið hér.

ÞJÓNUSTUAÐILAR

X