Vestdalsvatn (N65°17.102-W14°17.887) // Um 4 klukkustunda ganga
Skemmtileg gönguleið er yfir Vestdalsheiði frá Héraði yfir í Seyðisfjörð. Vestdalsheiði var áður fyrr fjölfarinn fjallvegur en gengið var upp með Gilsá yfir heiðina og niður Vestdal í Seyðisfjörð.
Gott er að hefja göngu að Vestdalsvatni við stífluna við Heiðarvatn (N65° 14,394- W14°10,253) á Fjarðarheiði og er þá gengið til norðurs. Þegar komið er að Vestdalsvatni er um þrjár leiðir að velja ef fólk vill ekki fara sömu leið til baka. Niður Vestdal í Seyðisfjörð er stikuð leið. Niður Gilsárdal eftir greinilegri slóð að Gilsárteigi (norðan við Eiða á Fljótsdalshéraði) eða fyrir vestan Bjólfinn niður í Stafdal.
Vestdalsvatn er ein af Perlum Fljótsdalshéraðs og er hólkur við vatnið með gestabók og einnig stimpli fyrir þá sem taka þátt í gönguleik Perlanna. Hólkurinn er vestan við vatnið þar sem Gilsáin fellur úr því. Vaða þarf ána ef gengið er af Fjarðarheiði.
Sjá bækling með gönguleið hér.
ÞJÓNUSTUAÐILAR
Simi: 470 0750
Netfang: info@visitegilsstadir.is