Múlakollur (N65°01.624-W14°38.049) // 3 klst.

Þingmúli skiptir Skriðdal í Norðurdal og Suðurdal en hringvegurinn liggur einmitt um Suðurdal til Breiðdals. Bærinn Þingmúli var helsti þingstaður Austfirðinga í nokkrar aldir og eru Múlasýslurnar nefndar eftir honum. Fremsti hluti Þingmúla er Múlakollur. Oft er genginn hryggurinn framan í Múlakolli beint upp, og er um það bil 400 metra hækkun. Síðan er gaman að ganga inn fjallið og niður austan megin nokkuð innan við Múlastekk. Á þeirri leið má sjá fallegt kubbaberg. Einnig er hægt að ganga inn með fjallinu upp frá Múlastekk.

Sjá bækling með gönguleið hér.

ÞJÓNUSTUAÐILAR

X