Snæfell (N64°47.846-W15°33.631) // 6 klst.

Snæfell (1833 m) er hæsta fjall Íslands utan jökla og er fjallið sjálft ogsvæðið umhverfis það innan marka Vatnajökulsþjóðgarðs. Snæfell ernokkuð keilulaga, enda forn megineldstöð sem hefur ekki rumskað í 10 þúsund ár. Mun það hafa myndast síðla á ísöld og er því yngsta eldstöðAusturlands. Vegna þess, hve hátt Snæfell rís hverfa efstu fannir þessekki á sumrin og í því eru stuttir brattir skriðjöklar.
Við Snæfell er gistiskáli í eigu Vatnajökulsþjóðgarðs og tjaldsvæði. Tiltölulega auðvelt er að ganga þaðan á fjallið, en af toppnum er á góðum degi afbragðsútsýni til allra átta.
Vestan Snæfells og austan Jökulsár á Brú eru Vesturöræfi og þar vestur afBrúaröræfi. Bæði Vesturöræfi og Brúaröræfi eru megindvalarstaðir hreindýra. Norðan Snæfells eru Nálhúshnjúkar og sunnan þess eru Þjófahnúkar, enþaðan er gott útsýni yfir Eyjabakkasvæðið; sléttlendi alsett flæðimýrum ogmikilvægt bæði hreindýrum og heiðargæsum. Skemmtileg gönguleið liggur fráSnæfelli yfir Eyjabakkajökul að skála við Geldingafell og þaðan suðurLónsöræfi.
Skála- og landverðir eru í Snæfelli á sumrin og veita þeir ferðamönnumupplýsingar um svæðið og þjóðgarðinn. GPS-hnit Snæfellsskála er N 64° 48.250′ – W 015° 38.600′. Símanúmer landvarða er 842 4367.

Til að ganga á Snæfellið er lagt af stað frá bílastæði 1.5 km innan viðSnæfellsskála. Leiðin er nokkuð löng og meðalerfið en leiðin er greið ogstikuð. Hún er fær öllu vönu göngufólki. Hækkun er rúmlega 1000 metrarog göngulengd 7 til 8 km. Fjallið er hæsti hluti lítillar megineldstöðvar. Hólkurinn með gestabók og stimpli er á toppi fjallsins. Ef hann er á kafi í snjó er stimpill í Snæfellsskála.

Sjá bækling með gönguleið hér.

ÞJÓNUSTUAÐILAR

Simi: 4700750

Netfang: info@visitegilsstadir.is

 

Hiking tours: 

Simi: +354 864 7393

Vefur: www.wildboys.is/

Netfang: wildboys@wildboys.is

X