Fardagafoss (N65°16.06-W14°19.96) // 1.5 klst.

Fardagafoss steypist niður hlíðar Fjarðarheiðar um sex km fráEgilsstöðum. Gönguleiðin að fossinum hefst við bílastæðið sem er rétt viðveginn til Seyðisfjarðar. Það tekur um hálftíma að ganga að fossinum. Leiðin er falleg, hún liggur meðfram stórbrotnu gili og útsýnið þaðan ergott yfir héraðið. Hægt er að komast á bak við fossinn, en þar verðurleiðin aðeins erfiðari. Keðja er fost við klettavegginn til að auðveldagönguna þangað niður. Á bak við fossinn var hellir. Hann er því miðurhruninn, en enn er hægt að ganga á bakvið á fossinn og sjá það sem eftirer af hellinum. Það er svo sannarlega þess virði að heimsækja hellinn þvísagan segir að allt sem men óski sér þar rætist. Auk þess átti tröll að hafabúið í hellinum. Tröllið bjó sér til leynigöng úr hellinum yfir í annan helliSeyðisfjarðarmegin í Fjarðarheiðinni.
Nafnið Fardagafoss vísar til þess tíma er allt fólk sem ekki átti jörð skyldivera í vinnumennsku og búa hjá bóndanum sem þau unnu hjá. Venjan var sú að fólk réði sig í ársvist í einu og mátti eingöngu skipta um vinnuveitanda á vinnuhjúaskildaga. Vistaskiptin miðuðu við svokallaðafardaga sem voru þeir dagar sem fólk skyldi flytjast búferlum. Fardagarvoru frá 31. maí til 06. júní. Ekki er vitað hví Fardagafoss er svo nefndur.

Sjá bækling með gönguleið hér.

ÞJÓNUSTUAÐILAR

Simi: +354 471 2320 
Vefur: east.is

 

X