Valtýshellir (N65°06.410-W14°28.517) // 3 klst.

Gengið frá þjóðvegi austan (utan) við Gilsá (N65°08,172- W14°31.133). Farið er framhjá rústum Hátúna en þar var myndarbýli í árdaga Íslandsbyggðar og er sagt að þar hafi verið 18 hurðir á járnum. Sjást þar enn merki um hlaðna grjótgarða.
Á 19. öld fannst þar fornt sverð, sem var brætt upp og úr því smíðaðar skaflaskeifur og aðrir þarfir hlutir. Áfram er gengið og komið að sléttum grasvelli, sem kallast Kálfavellir. Valtýshellir er lítill skúti innan við urðarrana skammt innan og norðan af Hjálpleysuvatni. Gangan í heild er um 8,4 km.
Hólkurinn með gestabók og stimpli er rétt innan við skútann.

Sjá bækling með gönguleið hér.

ÞJÓNUSTUAÐILAR

 

X