Nielsen veitingahús

Nielsen veitingahús er staðsett í hjarta Egilsstaða við Tjarnarbraut 1 í elsta húsi bæjarins sem nýlega hefur verið uppgert. Húsið var byggt af dananum Oswald Nielsen árið 1944 og er því af heimamönnum oftast kallað Nielsenshús. Húsið hefur gegnt allskyns hlutverkum í gegnum árin en hefur í seinni tíð verið einn vinsælasti veitingastaður Egilsstaða.

Núverandi eigendur Nielsen eru þau Sólveig Edda Bjarnadóttir og Kári Þorsteinsson. Sólveig er fædd og uppalin á Egilsstöðum en Kári er m.a. fyrrum yfirkokkur á hinum margrómaða veitingastað Dill sem var sá fyrsti á Íslandi til þess að hljóta Michelin stjörnu.

Þau fluttu úr skarkala borgarinnar í byrjun ársins 2019 í sveitasæluna fyrir austan. Á Nielsen hyggjast þau bjóða gestum sínum uppá notalega og afslappaða matarupplifun þar sem annaðhvort er hægt að sitja inni eða á veröndinni þegar veður leyfir.

Aðaláhersla verður lögð á að nýta hráefni úr Héraði og nágrenni og mun matseðillinn breytast ört í takt við árstíðir og framboð hráefnis.
Kári og Sólveig hafa bæði drífandi ástríðu fyrir matargerð og njóta sín best í samveru vina og fjölskyldu yfir góðum mat og drykk. Á Nielsen munu þau reyna eftir fremsta megni að deila þessari ástríðu sinni með matargestum.

OPIÐ ALLA DAGA frá 11:30 til 21:00.

ÞJÓNUSTUAÐILAR

Tjarnarbraut 1, 700 Egilsstaðir, Iceland

Vefur: https://nielsenrestaurant.is/

Netfang: nielsenrestaurant@gmail.com

Simi:+354 471 2001

X