
Vök Baths eru heitar náttúrulaugar sem eru staðsettar á bökkum Urriðavatns við Egilsstaði.
Jarðhitinn í Urriðavatni uppgötvaðist á sínum tíma þegar ákveðnar vakir, svokallaðar Tuskuvakir, héldu sér á vatninu sama hvernig frysti. Vakirnar voru í þá daga notaðar til að þvotta á vetrum þegar erfitt var að komast í vatn og urðu þá kveikja að þjóðsögum um Tusku sem bjó í Urriðavatni og notaði vakirnar til að komast upp á yfirborðið.

Til að tengja náttúrulaugarnar betur við sögu staðarins eru Vakirnar aðal kennimerki Vök Baths en það eru tvær laugar sem fljóta á vatninu. Gestir geta því reynt á eigin skinni að sitja í heitum vökum Urriðavatns og mynda þannig einstök tengsl við náttúruna í kring.
Þó Ísland sé þekkt fyrir jarðhitann er Austurland skilgreint á köldu svæði og heitar náttúrulaugar fátíðar. Það gerir Vök Baths við Urriðavatn að spennandi áningarstað fyrir heimamenn og þá gesti sem eiga leið um.
Veitingar
Veitingastaður Vök Baths er opinn og bjartur og tekur á móti gestum með fallegu útsýni yfir Urriðavatn. Daglega er boðið upp á léttar veitingar svo sem súpur, sushi, þeytinga, fersk salöt og samlokur sem og fjölbreytt úrval af heimabökuðu brauði. Allt hráefni kemur úr heimabyggð og er leitast við að kaupa inn lífrænt eins og kostur er. Gott samstarf er við austfirska bændur til að tryggja ferskt og fyrsta flokks hráefni.
Laugarbar Vök Baths býður einnig upp á úrval drykkja sem hægt er að njóta á meðan slakað er á í laugunum. Þ.á.m. má finna sérstaka bjóra bruggaða úr heita vatninu og bragðbætta með afurðum af svæðinu.


Infusion bar
Á Infusion barnum bjóðum við upp á úrval af lífrænum jurtadrykkjum sem gestir brugga sér sjálfir. Þar eru á boðstólnum íslenskar handtíndar jurtir sem blandað er í 75 gráðu heitt og kristaltært vatn beint úr borholum Urriðavatns. Við bjóðum jurtadrykkina einnig kælda ef gestir vilja frískandi drykk eftir slökun í heitu laugunum. Þessi drykkur er innifalinn í aðgangsmiða gesta.
Vökvi and Vaka
Í samstarfi við austfirska bjórframleiðandann Austra Brugghús, höfum við þróað tvo einstaklega ljúffenga handverksbjóra sem kallast Vökvi og Vaka og eru þeir bruggaðir sérstaklega fyrir Vök Baths úr heita vatni Urriðavatns.
Vökvi er 4,5% Blond Kellerbier, að hluta til úr byggi frá lífrænabúinu Vallanesi.
Vaka er 4,5% þurrhumlaður Indian Pale Ale með sítrónumelissu frá Vallanesi.
Opnunartími:
Bendum á https://vok-baths.is/opnun-og-verd/ fyrir opnunartíma og verð
Sumar
(1. maí – 30. ágúst)
11:00 – 23:00
Aðgangsmiðar seldir til 22:15
Vetur
(1. september – 30. apríl)
Opið all virka daga frá kl. 17-22 og helgar 12-22
Vök Bistro lokað mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga.
Aðgangsmiðar seldir til 21:15



ÞJÓNUSTUAÐILAR

Lake Urriðavatn, Route 925 Hróarstunguvegur, 701 Egilsstaðir
Contact: hello@vok-baths.is
Phone: +354 470 95 00