Netsel

4 Netsel

N65°12.68-W15.32.16

Í 542 metra hæð við Ánavatn í landi Brúar rúma 2 km frá Grunnavatni. Þorsteinn Jökull Magnússon var þjóðsagnapersóna er bjó á Brú á seinni hluta 15.aldar. Hann var sagður hafa búið a.m.k. eitt ár á Netseli er hann flúði til fjalla undan „pestinni“. Gamlar rústir eru á tanga sem skagar út í Ánavatn að vestan. Sumar eru neðan gjóskulags frá 1477 en aðrar eru frá 18. öldinni og þær yngstu tengjast eflaust ábúðinni á Grunnavatni. Nokkrar heimildir eru fyrir því að fólk kenndi sig við Netsel þótt ekki sé vitað um reglulega ábúð þar.

 

Netsel

ÞJÓNUSTUAÐILAR

X