Hnjúksvatn (N65°14.333-W15°15.887) // 3 klst.
Gegnt Merki á Jökuldal uppi á heiðinni er Hnjúksvatn. Ávalir klettar og aurar einkenna heiðarlandslagið. Gengið er með vegi upp með Hnjúksánni að Binnubúð við Hnjúksvatn. Þar er hólkurinn með gestabók og stimpli. Gaman er að ganga í kringum vatnið áður en haldið er til baka.
Það var árið 1983 sem Brynhildur Stefánsdóttir, ljósmóðir, sem lét reisa þetta hús á sinn kostnað fyrir fólk, sem vildi halda til við vatnið og ganga um þetta hálendi. Hún var úr Jökuldalnum og í æsku hafði hún veitt í vatninu. Hún þurfti að komast yfir ána til að veiða í vatninu, og til þess notaðist hún við kláf. Hún setti netin sín í kláfinn og dró sig yfir, og fór sömu leið til baka með aflann. Eftir að hún gerðist ljósmóðir þurfti hún að ferðast fótgangandi fram og aftur um heiðina til að taka á móti börnum. Á veturnar fór hún á milli á gönguskíðum. Brynhildur lést því miður nokkrum mánuðum áður en kofinn var reistur svo að hún gat ekki nýtt sér hann sjálf.
Sjá bækling með gönguleið hér.
ADDITIONAL INFO
Email: info@visitegilsstadir.is