Eiríksstaðahneflar (N65°08.617-W15°28.195) // 5-6 klst.

Í þessari göngu eru tvær flugur slegnar í einu höggi þar sem fjöllin eru tvö, Fremri – og Ytri Hnefill. Gengið frá Langavorssteini við Þverá innan við Eiríksstaði á Fremri-Hnefil (947 m). Þar er hólkurinn með gestabók og stimpli. Síðan er gengið á Ytri-Hnefil (922 m), ef vilji er til, og niður í Eiríksstaði. Gaman er einnig að ganga að Hneflaseli, sem fór í eyði 1875, og halda síðan til baka milli Hneflanna niður í Jökuldal.

Sjá bækling með gönguleið hér.

ÞJÓNUSTUAÐILAR

X