Ysti-Rjúkandi er fallegur foss við Hringveginn á Jökuldal og er hann vel sýnilegur af þjóðveginum. Hann flokkast sem ein af Perlum Fljótsdalshéraðs. Ysti- Rjúkandi er hæst foss Austurlands, eða 139 metrar. Við veginn er bílaplan og frá því göngustígur upp að fossinum. Gangan tekur aðeins nokkrar mínútur og frábært útsýni er frá útsýnispallinum bæði yfir fossinn en einnig yfir Jökuldalinn. Stikuð gönguleið er upp með fossinum hægra megin upp á brún og þar er staukur með gestabók.

ÞJÓNUSTUAÐILAR

X