Gömlu fjárhúsin tvö eru það sem eftir stendur af sex húsaþyrpingu sem hafa verið til í Hjarðarhaga frá ómunatíð og voru í notkun fram undir 1980.
Torfhúsin eru dæmigerð einstæðuhús, hluti af fornri útihúsaþyrpingu sem var fjarlægð að hluta vegna nándar við veg nr.1 um 1970.
Breytingar á húsum eru nær engar í gegnum tíðina og allt grunnform er upprunalegt.
Húsin eru í upprunalegu horfi og síðari tíma viðbætur fjarlægðar. Húsfriðunarnefnd síðan Minjastofnun er með yfirumsjón með húsunum.
Byggingarlag og efni er hefðbundin, torf, grjót, trjáviður og hrís undir torfi.
Efstahús nær en Miðhús fjær.
Efstahús var á síðari árum notað sem lambhús, upprunalegt form er nær óbreytt.
Velkomin að skoða og taka myndir, en farið varlega

ÞJÓNUSTUAÐILAR

Simi: 4700750

Vefur: www.visitegilsstadir.is

 

X