
Snæfellsstofa er gestastofa og upplýsingamiðstöð fyrir austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs. Snæfellsstofa opnaði sumarið 2010 og er hún fyrsta vistvænt vottaða bygging landsins samkvæmt breska umhverfisstaðlinum BREEAM.
Í Snæfellsstofu er sýningin Veraldarhjólið sem fjallar um hringrás og mótun náttúrunnar. Sýningin leggur áherslu á samspil gróðurfars og dýralífs á austursvæði þjóðgarðsins.Við hönnun hennar var lögð áhersla á að börn gætu snert, lyktað og prófað sig á ýmsum sýningarmunum.
Minjagripaverslun er í gestastofunni með áherslu á vörur úr heimabyggð og nágrannasveitum þjóðgarðsins.
Gestastofan er staðsett á Skriðuklaustri rétt sunnan við afleggjarann upp á Snæfellsöræfi. Aðgengi er fyrir fatlaða.
Landverðir Vatnsjökulsþjóðgarðs bjóða upp á fræðslugöngu kl 10 alla virka daga á fræðslutímabili þjóðgarðsins (frá 28. júní til 6. ágúst). Gengið er frá bílastæðinu við Hengifoss og
upp að Litlanesfossi en á leiðinni er rætt um jarðfræði og sögu Hengifoss og umhverfisins í kring.

ÞJÓNUSTUAÐILAR

Á vetrartíma er opið eftir samkomulagi, þ.e. gestir geta haft samband með fyrirvara og verður þá reynt að bregðast við því. Opnunartíma og annað áhugavert má finna á heimasíðunni þeirra:
Heimilisfang:
Skriðuklaustur
701 Egilsstaðir
Sími: 470 0840
Fax: 470 0849
snaefellsstofa@vjp.is