Galtastaðir er gamall, uppgerður torfbær sem nú er í vörslu Þjóðminjasafnsins. Hann hefur þá sérstöðu umfram aðra torfbæi landsins að skarta fjósbaðstofu; þ.e. fjósið var undir baðstofunni til þess að ylurinn frá kúnum vermdi húsakynnin. Ferðamönnum er heimilt að skoða bæinn, að fengnu samþykki húsráðanda. Stutt er þaðan í Geirsstaði þar sem er endurgert bænahús frá fyrstu öldum Íslandsbyggðar.