Náttúrustofa Austurlands hefur unnið verkefnið Stafrænn ferðafélagi á austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs – hlustaðu, sjáðu, upplifðu með styrk frá Vinum Vatnajökuls. Markmið verkefnisins er að miðla til áhugasamra upplýsingum um náttúrufar og sögu á austursvæði þjóðgarðsins. Um er að ræða tíu myndskeið sem aðgengileg eru á heimasíðu Náttúrustofunnar, ásamt skýringarkortum og myndum af svæðinu sem Skarphéðinn Þórisson tók. Gestir þjóðgarðsins sem eiga snjallsíma eða spjaldtölvu geta skoðað vefsíðuna á staðnum. Aðrir geta hlaðið niður hnita- og hljóðskrám af vefsíðunni og haft þær með í för um þjóðgarðinn ellegar skoðað vefsíðuna heima. Góða skemmtun!

X