Bónus er íslensk keðja, lágvöruverslun.
Áhersla á ferskvöruna
Á rúmum 6 árum hefur verslunum Bónus fjölgað mikið, úr 12 í 25. Reynt hefur verið að hlusta eftir þörfum og vilja viðskiptavina og bregðast við óskum þeirra um staðsetningar eins og frekast hefur verið unnt. Minni verslunum hefur verið lokað og nýjar og stærri opnaðar í staðinn. Þá hefur verið unnið að því á liðnum árum að laga elstu búðirnar. Verslanirnar eru nú hannaðar með þarfir viðskiptavina og starfsmanna í huga. Ferskvaran fær æ meira rými og áhersla fyrirtækisins á grænmeti og ávexti er sífellt að aukast. Þá fjölgar lífrænt ræktuðum vörum með hverjum mánuðinum sem líður.
Opnunartímar:
Mánudaga – Fimmtudaga: 11:00 – 18:30
Föstudaga: 10:00 – 19:00
Laugardaga: 10:00 – 18:00
Sunnudaga: 11 – 18:00