Fjalladýrð
Welkomin í „Fjalladýrð“ í Möðrudal! Hér er að finna gistiheimili, tjaldstæði og kaffi- /veitingahús. Einnig eru skipulagðar skoðunarferðir í boði. Möðrudalur er um 10 mín. akstur frá hringvegi 1,á vegi 901, mitt á milli Mývatnssveitar og Egilsstaða.
Möðrudalur er hæsta byggða ból á Íslandi, 469 metra yfir sjávarmáli. Hann er að finna á hásléttunni norðan Vatnajökuls. Möðrudalur var landnámsjörð og kirkjustaður allt frá landnámi; hér stóð fyrr á öldum eitt af höfuðbólum landsins og hefur ávallt verið í þjóðleið. Í Möðrudal er að finna litla og snotra kirkju sem Jón bóndi Stefánsson, þjóðfrægur maður fyrrum, reisti í minningu konu sinnar. Þau hjón voru forfeður núverandi ábúenda.
Tjaldsvæði opin frá júní fram í miðjan september.