Egilsstaðastofa – Visitor Center

Egilsstaðastofa – Visitor Center, er staðsett við tjaldsvæðið á Egilsstöðum.
Sími: 470 0750 
Netfang: info@visitegilsstadir.is

Samgöngur

Frítt í stætó innan Egilsstaða

Farnar eru sautján ferðir á dag. Ekið er á einum bíl alla virka daga og er lagt upp frá Fellabæ, eins og tímataflan tilgreinir.

Núverandi verktaki er fyrirtækið Sæti ehf sem er með netfangið hlynur@saeti.is  og síma 867 0528
Íbúum Fljótsdalshéraðs gefst kostur á að nýta sér almenningssamgöngur í dreifbýli til og frá  Brúarási, í tengslum við skólaakstur. Skólanemar ganga þó fyrir í þeim ferðum. Allar ferðir almenningssamgangna eru gjaldfrjálsar.

Áætlunarflug

Egilsstaðaflugvöllur er einn af fjórum alþjóðlegum flugvöllum á Íslandi og er eini íslenski flugvöllurinn utan Keflavíkur sem er opinn allan sólarhringinn. Völlurinn gegnir mikilvægu hlutverki sem varaflugvöllur fyrir flug á milli Evrópu og Íslands, Bandaríkjanna og Íslands og flug yfir Ísland. Flugvöllurinn er á Egilsstaðanesi, á bakka Lagarfljóts, mitt á milli Egilsstaða og Fellabæjar. Flugfélag Íslands flýgur frá Reykjavík til Egilsstaða alla daga ársins. Sjá flugáætlun hér.

Norræna

Ferjan Norræna býður upp á vikulegar siglingar á milli Danmerkur og Seyðisfjarðar með viðkomu í Færeyjum.

Bílaleigur

Það eru fjórar bílaleigur með starfsemi á Egilsstöðum.

Hertz
, Egilsstaðarflugvelli, sími: 522 4050 / 858 0450 / 858 0455.
Netfang: egilsstadir@hertz.is

Bílaleiga Akureyrar, Lagarbraut 4 og Egilsstaðaflugvelli, sími: 461 6070.
Neyðarsími eftir lokun: 840 6070.
Netfang: egilsstadir@holdur.is

Avis, Egilsstaðaflugvelli, sími: 660 0623.
Netfang: egilsstadir@avis.is

Bugdet bílaleiga, Egilsstaðaflugvelli, sími: 660 0623.
Netfang: egilsstadir@budget.is

Áætlunarferðir strætó

Leið 56: Akureyri – Egilsstaðir og Egilsstaðir – Akureyri.
Á sumrin er farið daglega en 4 sinnum í viku yfir vetrartíman, sjá akstursáætlun hér. 

SV-Aust.

Keyra um Austurland allt árið um kring, stoppistöðvar á: Borgarfirði, Seyðisfirði, Egilsstöðum, Reyðarfirði, Eskifirði, Neskaupsstað, Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði, Breiðdalsvík, Djúpavogi og Höfn.
Tímatafla og upplýsingar hér.

X