Kálffell (N65°35.26-W15°20.94)
Kálffell (440 m) er afbýli frá Fossi. Bærinn stóð utan við samnefnt fell, norðan Bunguflóa og skammt norðan og vestan við gamla veginn til Vopnafjarðar. Óljóst er um upphaf byggðar á Kálffelli en heimildir geta um Bjarna nokkurn Bjarnason, sem fæddur var þar árið 1840. Sé það rétt er Kálffell með elstu býlum í heiðum Vopnafjarðar. Deildar meiningar eru um það hvort rita skuli nafnið með einu f eða tveimur. Kálffell var lengstum talin ágætis bújörð, engjar víðlendar og grasgefnar og beitiland gott bæði sumar og vetur. Þó má ætla að landgæðum hafi hrakað með auknum uppblæstri á síðustu áratugum nítjándu aldar. Áríð 1911 er jörðin komin í eyði og öll hús ofan tekin og burt flutt. Eftir standa laglegar tóftir bæjar og gripahúsa og vekur sérstaka athygli að umgangsdyr fjárhúsa virðast snúa upp í brekkuna. Einnig er athygli vert að íbúar hafa lagt nokkurs konar vatnsveitu að bænum. Gunnar Gunnarsson, skáld keypti Kálffell 1932.
ÞJÓNUSTUAÐILAR
Ferðafélag Fljótsdalshéraðs – Tjarnarási 8 – 700 Egilsstaðir – (Pósthólf 154)
Simi: +354 863 5813
Vefur: www.ferdaf.is
Netfang: ferdaf@ferdaf.is
Netfang: info@visitegilsstadir.is