Hvannárgil (N65°16.868-W15°47.418) // 4 klst.

Neðra Hvannárgil í Möðrudalslandi er einstaklega áhugaverður staður til skoðunar í náttúru- og jarðfræðilegu tilliti. Hægt er að ganga hringleið frá neðsta Hvannárgili (N65°17.525 – W15°50.881), þaðan í efsta gilið og niður gilin til baka. Vatnsstæðishólar heita hnúkar tveir við Fjallgarða suður frá Möðrudal fram af Miklafelli og blasa við augum af bæjarhlaðinu. Neðra Hvannárgil sker hrygginn alveg í sundur sunnan við hólana.
Þegar komið er í gegnum gilið verður framundan víðáttumikil kvos milli Stórfells og Bæjaraxlar, með sléttum söndum, sem er framburðarfylling í gamalt vatnsstæði.

Gilið er þröngt og hefur líklega snemma verið notað sem samgöngubót á milli Brúar og Möðrudals. Um gilið lá svo nefnd Hesteið milli bæjanna. Vísa vörður til vegar beint í gilskjaftinn, Afar falleg gil með fjölbreyttum klettamyndunum. Í mið gilinu er falleg hvelfing sem gaman er að skoða. Efsta gilið er mjög stórbrotið og endar í fallegum fossi. Hólkurinn með gestabók og stimpli er í efsta gilinu.
Sjá bækling með gönguleið hér.

ÞJÓNUSTUAÐILAR

X