ÓBYGGÐASETUR ÍSLANDS
Á Óbyggðasetrinu hefur verið sköpuð ævintýraveröld sem byggir á nálægðinni við óbyggðirnar. Lifandi sýning Óbyggðasetursins er skemmtileg leið til að kynnast sögum óbyggðanna. Gestum gefst kostur á njóta veitinga í einstöku umhverfi og prófa óhefðbunda gistingu. Á merktum gönguleiðum má skoða eyðibýli og fossa eða renna sér á kláf yfir Jökulsá. Boðið er upp á reiðtúra, fjallahjólaleigu og seld eru silungsveiðileyfi.
SÝNING – STÍGÐU INN Í FORTÍÐINA
Um leið og gestir leggja bílum sínum og ganga yfir gamla trébrú hjá Óbyggðarsetrinu, stíga þeir inn í ævintýri í fortíðar. Hvert smáatriði er hannað til að láta gestina upplifa að þeir taki þátt í þessu ævintýri. Byggingar, innanstokksmunir, matur, starfsemi og vélar gegna allt mikilvægu hlutverki í þessari reynslu. Húsnæðið er samþætt inn í safnið, og þannig geta gestir okkar varið bæði nótt og degi í “Óbyggðum.”
Opið daglega 11:00-18:00 Aðgangseyrir: 2.500 kr Aðgangseyrir fyrir börn 12 ára +, námsmenn, aldraða og öryrkja: 2.150 kr
HEITA LAUGIN
Í Óbyggðasetrinu geta gestirnir notið þess að liggja í heitri laug með fallegu útsýni um dalinn. Laugin er frábær staður til að slappa af undir stjörnubjörtum vetrarhimni eða í miðnætursólinni að sumri. Inni er svo hægt að eiga notalega stund í sauna klefanum eða slaka á í hengirúmi við hliðina á arninum í slökunarherberginu.
FJALLAHJÓLALEIGA
Fyrir þá sem kjósa hjólhest fram yfir reiðhest þá höfum við nokkur fjallahjól til leigu. Fyrir næturgesti okkar er leigan að kostnaðarlausu en fyrir aðra gesti er verðið fyrir dagsleigu 6000 kr. fyrir hvert hjól. Barnahjól eru leigð á 4000 kr. fyrir hvert hjól. Leigutíminn er frá 09:00 til 17:00 hvern dag. Hægt er að skila hjólunum seint fyrir 1000 kr. aukalega. Þá er hægt að hafa hjólin til miðnættis. Hjálmur er innifalinn í leiguverði. Skilja þarf eftir kreditkortanúmer fyrir tryggingu.
HESTAFERÐIR
Óbyggðasetur Íslands bíður upp á hestaferðir, frá tveimur klukkustundum upp í dagsferðir. Við höfum rekið ævintýrahestaferðir um árabil og njótum þess að deila þeirri ástríðu með gestum okkar. Hestarnir eru valdir með það fyrir augum að tryggja jafnt ánægju sem öryggi knapanna.
ÞJÓNUSTUAÐILAR
info@wilderness.is
+354 440 8822
+354 896 2339
+354 863 9494
Óbyggðasetur Íslands
Norðurdalur in Fljótsdalur
701 Egilsstaðir
Iceland