GPS Coordinates: 65° 37′ 55.9“ N, 14° 16′ 36.2“ W

Heimsókn í Húsey við Héraðsflóa er hrein náttúruupplifun. Selir liggja á eyrum fljótanna, lómann og kjóann er hægt að sjá skúmurinn gerir reglulegar loftárásir á ferðamenn.

Best af öllu er að njóta einstakrar náttúrunnar af hestbaki en farið er reglulega í selaskoðun á hestabaki. Brottfarir eru daglega kl. 10 og kl. 17 og tekur um 2 klst. Nauðsynlegt er að hringja á undan sér. Einnig er boðið uppá lengri reiðtúra, 4 klst eða tveggja daga reiðtúr í Galtastaði Fremri.

Húsey er fornfrægt býli á undirlendinu í millum tveggja fallvatna úti við Héraðsflóa, Jökulsár á Brú og Lagarfljóts. Býlið er einkum þekkt með þjóðinni fyrir náttúrufar og dýralíf, einkum seli, fugla og hreindýr. Líkast er Húsey einn fárra staða í víðri veröld þar sem unnt er að panta selaskoðun á hestbaki! Víðsýni frá Húsey er mikið og fagurt til allra átta.

Gisting er til húsa í gamla íbúðarhúsinu sem endurnýjað var til þeirra nota. Þar er einfalt heimilislegt húsnæði með sameiginlegu baðherbergjum, eldhúsi, stofu og glerhúsi.
Meiri upplýsingar á vefsíðunni www.huseyfarm.is

ÞJÓNUSTUAÐILAR

Simi: +354 471  3010, +354 694 3010

Vefur: www.huseyfarm.is
Netfang: husey@simnet.is

X