Hótel Hérað

Hótel Hérað á Egilsstöðum er glæsilegt hótel sem mætir væntingum gesta í hvívetna. Á hótelinu eru 60 herbergi og mjög góð aðstaða til ráðstefnu- og fundarhalda sem var bætt til muna í júní 2004 og aftur sumarið 2012. Á veitingahúsi hótelsins er boðið upp á fjölbreyttan matseðil og þar er notalegur bar með verönd þar sem gott er að setjast niður og slaka á.
Hótel Hérað er staðsett í hjarta Austurlands, þar sem leiðir liggja niður á firði, inn í Hallormsstað og inn á hálendið. Náttúran á svæðinu er stórbrotin þar sem er að finna margar fallegar gönguleiðir og óþrjótandi afþreyingarmöguleika.
Vinsamlegast kynnið ykkur þau tilboð sem er að finna á heimasíðu hótelsins á hverjum tíma.

ÞJÓNUSTUAÐILAR

https://www.icelandairhotels.com/en/hotels/east/icelandair-hotel-herad

Icelandair Hotel Herad

X