Hótel Eyvindará

Hótel Eyvindará er staðsett í fögru umhverfi rétt fyrir utan þéttbýlið á Egilsstöðum þar sem mikill gróður, tré og klettar setja svip á landslagið. Sólpallur er við aðalhúsið með fallegu útsýni yfir Egilsstaði og Hérað. Heitir pottar eru fyrir utan hótelið en einnig er boðið upp á þvottaþjónustu (þvegið og þurrkað fyrir gesti). Háhraðanettenging er bæði í sameiginlegu rými sem og allri gistiaðstöðunni.
Boðið er upp á morgunverð allt árið og þar meðal annars finna heimabakað brauð. Á sumrin (01.06-31.08) er boðið upp á kvöldverð með áherslu á ferskt hráefni (aðalréttir eru kjöt, fiskur eða grænmetisréttur). Eyvindará er við veg 94, ca. 500 m. frá afleggjaranum til Seyðisfjarðar.
Fjölbreytt gisting í uppbúnum rúmum í herbergjum og smáhýsum
https://eyvindara.is/

ÞJÓNUSTUAÐILAR

Hótel Eyvindará ehf.

Eyvindará II
700 Egilsstaðir

eyvindara2@simnet.is
+354 471 1200

 

https://eyvindara.is/

X