Hálsakot

Hálsakot er veiðihús og staðsett á bökkum Kaldár í Jökulsárhlíð. Húsið var byggt árið 2007 og síðan þá hafa stöðugar viðbætur átt sér stað við húsið. Nú er svo komið að boðið er upp á gistingu í átta tveggja manna herbergjum sem hvert hefur sérbaðherbergi með sturtu.
Stórglæsileg setustofa og borðstofa með arin, sjónvarpi og fríu interneti og þaðan er frábært útsýni yfir í Dyrfjöll í austri. Í húsinu er einnig glæsilegt eldhús með öllum hugsanlegum tækjum til matreiðslu dýrindis máltíða. Þess ber að geta að aðstaða við húsið hentar einstaklega vel t.d. göngu- eða ísklifurhópum þar sem upphitað herbergi er sérstaklega vel til þess fallið að þurrka blaut föt og skó og geyma útbúnað af ýmsum toga.

Við bjóðum upp á fjölbreytta þjónustu á svæðinu og í húsinu og gestir okkar stjórna því að öllu leyti hversu mikla eða litla þjónustu þeir vilja fá. Gestir okkar geta valið að sjá um sig sjálf í mat og drykk eða láta okkur sjá um allar veitingar sem og afþreyingu. Við klæðskerasaumum ferðina þína algjörlega að þínum óskum. Leitið upplýsinga á skrifstofu okkar með tölvupósti til ellidason(hjá)strengir.is eða í síma 567 5204.

X