Tjarnargarðurinn er lítill garður í hjarta Egilsstaða. Kjörinn staður til að njóta veðursældarinnar í skjóli trjánna, fara í lautarferð og allskyns leiki eða hreinlega slaka á og lesa bók.
Einnig er Frisbee golf völlur í garðinum sem er kjörin afþreying fyrir alla aldurshópa og eru leiðbeiningar að því hvernig leikurinn virkar á skilti við innganginn í garðinn nær Minjasafni Austurlands. Einnig er hægt að nálgast frisbee diska á Egilsstaðastofu niðri á tjaldsvæði fyrir þá sem ekki eiga þá.

ÞJÓNUSTUAÐILAR

X