Sú hugmynd, að flytja hreindýr hingað til lands, var líklega fyrst sett fram af PáliVídalín í lok 17. aldar. Ekkert varð þó af hreindýrainnflutningi fyrr en nærri öldsíðar er hreindýr voru flutt til Íslands frá Finnmörku í Noregi. Innflutningurdýranna var samkvæmt konunglegri tilskipun og áttu dýrin að efla íslenskanlandbúnað. Sett var fram sú sérstæða hugmynd að flytja hingað samískafjölskyldu sem kenna átti íslendingum hvernig hægt væri að lifa hirðingjalífi ogstunda hreindýrabúskap. Af þessu varð þó aldrei og alla tíð hafa hreindýr gengiðvillt á Íslandi.
Hreindýr voru flutt til Íslands í fjórum hópum á árunum 1771–1787. Fyrstihópurinn samanstóð af 13 eða 14 dýrum sem voru sett á land í Vestmannaeyjum. Helmingur dýranna drapst fyrsta árið en restin var flutt upp á Landeyjarsand. Þrjú lifðu af þann flutning, tvær kýr og einn tarfur og voru þau fluttað Hlíðarenda í Fljótshlíð þar sem þeim tók að fjölga. Þessi fyrsta hjörð varð þóaldrei stærri en 16 dýr en þeim var þegar tekið að fækka er Móðuharðindin skulluá árið 1783 og hurfu þau alveg eftir það.

Næsta sending kom árið 1777, sex tarfar og 24 kýr, en eitt dýranna drapst á leiðinni til landsins. Dýrunum var sleppt í landi Hvaleyrar við Hafnarfjörð og gekkþeim vel þó hjörðin hafi aldri orðið stærri en nokkur hundruð dýr. Hún hélt til á fjallasvæðum Reykjanesskagans en sást af og til utan svæðisins, til dæmistvisvar austan Þingvallavatns. Hjörðin var enn á svæðinu um aldamótin 1900 enþá hafði dýrunum fækkað talsvert. Síðasta dýrið sást við Kolviðarhól um 1930.
Hreindýr voru í þriðja skipti flutt til landsins árið 1784 og var 35 dýrum sleppt á Vaðlaheiði við Eyjafjörð. Dýrin dreifðu sér fljótt inn á hálendið upp af Fnjóskadalog þeim fjölgaði nokkuð ört en hjörðin taldi um 400 dýr í lok 18. aldar. Mikið var kvartað undan ágangi og ofbeit hreindýranna í afréttum Fnjóskadals. Veturinn1822 var harður á Norðurlandi og á næstu árum féllu líklega mörg dýranna á meðan önnur héldu í austurátt. Næsta áratuginn hélt hjörðin sig norðan ognorðaustan Mývatns en kom gjarnan niður á láglendið á vetrum. Heildarfjöldinnnáði sennilega 2.000 dýrum þegar mest var. Dýrin dreifðust enn í austurátt, um Melrakkasléttu, Þistilfjörð og Langanesheiði og hélt fjöldi dýra til í Búrfells- ogSléttuheiði, allt fram til 1860. Þá tók dýrunum aftur að fækka og voru aðeinsnokkrir tugir dýra eftir um aldamótin 1900.

Síðast voru hreindýr flutt til Íslands árið 1787, 30 kýr og 5 tarfar, sem sett voru á land í Vopnafirði. Hópurinn stækkaði ört og dreifði sér um víða um hálendiAusturlands og suðurfirðina, allt að Jökulsá í Lóni. Líklegt er talið að þau dýr semeftir voru af norðausturhjörðinni hafi sameinast þessum hópi. Ekki leið á lönguuns bændur tóku að kvarta undan ágangi hreindýra í beitilönd þeirra. Lítið virðisthafa verið að gert enda héldu dýrin til fjalla á sumrin og losnuðu þá bændur viðþau yfir bjargræðistímann. Hreindýrum hefur reitt ágætlega af austanlands ogeiga þau þar hentuga sumar- og vetrarhaga.

Búsvæði og fæðuval

Hreindýr eru fardýr og skipta um búsvæði eftir árstímum. Fæðuframboð ræðurþar mestu og kelfdar kýr eru tryggar burðarsvæðum sínum. Eftir miðja 20. öld var fjöldi hreindýra á Íslandi orðinn það mikill og dreifður að stofninum var skipt upp í tvær megin hjarðir, Snæfellshjörð og Fjarðahjörð, eftir því hvar þær halda sig á sumrin. Snæfellshjörðin heldur sig mest á Snæfells- og Brúaröræfum enFjarðahjörðin skiptir sér í nokkra staðbundna hópa, frá Suðursveit og norður aðHéraðsflóa.

Fæðuval hreindýra á Fljótsdalsheiði og Jökuldalsheiði er nokkuð vel þekkt en stórhluti íslenska hreindýrastofnsins gengur á þessum svæðum. Fléttur af ýmsumtegundum eru algeng fæða hreindýra á Jökuldalsheiði en á Fljótsdalsheiði erugrös og starir langalgengasta fæðan allt árið. Þá éta hreindýr gjarnan ýmsasmárunna, svo sem víði og fjalldrapa, og lyngjurtir eins og krækilyng. Á veturnanærast hreindýr á þeim gróðri sem auðveldast er að ná til undir snjónum.

Haust- og vetrargróður er næringarsnauðari en vor og sumargróður. Hreindýrhafa þó allt að 40% minni orkuþörf á veturna því efnaskiptin lækka á köldustumánuðunum. Sú geta dýranna til að lifa á litlu er hluti aðlögunar hreindýra að lífi á norðurhjaranum.

 

Stofnbreytingar og veiði

Hreindýrum sem flutt voru til Íslands á 18. öld vegnaði misvel og fór það svo aðfyrstu tveir hóparnir dóu út. Talið er að samverkandi þættir eins og harðir vetur, takmarkað fæðuframboð og ofbeit hafi ráðið þar mestu um. Sá hópur sem flutturvar til Vopnafjarðar og sameinaðist Norðausturlandshjörðinni dafnaði hins vegarvel.

Talningar á hreindýrum hafa farið fram að sumarlagi nær árlega frá árinu 1940. Erfitt er að meta stærð útbreiddra hreindýrastofna en það er tímafrekt starf aðfara yfir stór landsvæði til að freista þess að sjá hreindýrahjörð eða hjarðir. Fyrstvar farið ríðandi en eftir 1956 hefur verið talið úr flugvél. Stærsti hluti stofnsins var og er við Snæfell og voru talningar lengi vel bundnar við það svæði. Stofnstærðhreindýra á Íslandi er nú orðið metin með talningu af ljósmyndum sem teknar eruúr flugvél sem flýgur nálægt jörðu. Þrátt fyrir nokkrar sveiflur í stofnstærð hefurfjöldinn aldrei verið meiri en á undanförnum árum, eða um 7.000 dýr aðsumarlagi.

Með tilkomu veiðistjórnunar upp úr 1990 var hreindýrahjörðunum tveimur, Snæfells- og Fjarðahjörðinni, skipt upp í níu minni hjarðir út frá landfræðilegummörkum. Með skiptingu þessari þótti hagkvæmara að skipuleggja veiðar út frástýringu kynjahlutfalls og stofnstærðarstjórnunar en áður. Enn er notast við þessaskiptingu, hvoru tveggja við veiðistjórnun og rannsóknir á hreindýrum.

Veiði á hreindýrum er miðuð við að stofninn sé sjálfbær og að aldurs- ogkynjahlutföll séu með þeim hætti að viðkoma hans sé tryggð. Veiðikvóti er gefinnút árlega og er áætlaður fyrir hvert veiðisvæði, út frá fjölda dýra af hvorukyni. Náttúrustofa Austurlands sér um vöktun á hreindýrastofninumen Umhverfisstofnun sér um veiðistjórnun og sölu veiðileyfa.

Lagaleg staða – verndarstaða

Öll villt spendýr á Íslandi, fyrir utan mink, húsamús og rottur, eru friðuð í náttúrulegu umhverfi sínu samkvæmt lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun ogveiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Hreindýr hafa þó ávallt notið meirifriðunar í lögum en önnur spendýr á Íslandi, til dæmis voru þau alfriðuð árið1787.

Hreindýr voru flutt hingað til landbúnaðar en hafa frá upphafi gengið villt ogveiðar á þeim stundaðar nánast alla tíð. Veiðar á hreindýrum eru háðartakmörkunum á svæði, fjölda, kyni og aldri dýra. Umhverfisstofnun úthlutarveiðileyfum en sækja þarf um slíkt árlega.

Ráðgjafanefnd sem skipað er af umhverfis- og auðlindaráðherra erUmhverfisstofnun og ráðherra til ráðgjafar um vernd, veiðar og nýtinguhreindýrastofnsins. Nefndin gerir ár hvert tillögu til Umhverfisstofnunar um skilgreiningu ágangssvæða hreindýra, árlegan veiðikvóta og skiptingu hans milli veiðisvæða. Fulltrúum Náttúrustofu Austurlands og Náttúrufræðistofnunar Íslandser heimilt að sitja fundi hreindýraráðs og hafa þar málfrelsi og tillögurétt.

Nefnd um endurskoðun laga um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum ogspendýrum, hefur lagt til að Náttúrustofu Austurlands skuli falið vöktunar- ogrannsóknarhlutverk og mat á veiðiþoli. Jafnframt að Umhverfisstofnun ogNáttúrustofa Austurlands ættu að vinna sameiginlega veiðiráðgjöf varðandihreindýraveiðar (svo sem um veiðitíma) og að Umhverfisstofnun ætti að hafaumsjón með og stjórn á veiðum. Náttúrustofa Austurlands leggi því fram sínartillögur að veiðiþoli og kvóta til Umhverfisstofnunar í stað hreindýraráðs. Hreindýraráð verður þá umsagnaraðili um mál er lúta að hreindýrum varðandistefnumótandi mál, lög, reglugerðir og ákvörðun um veiðikvóta.

Hreindýr er metið á válista spendýra. Hér á landi er tegundin ekki skilgreind á válista þar sem hún er innflutt samkvæmt viðmiðum Alþjóðlegunáttúruverndarsamtakanna (IUCN). Á Heimsválista er tegundin talin í nokkurrihættu en á Evrópuválista er hún ekki talin í hættu.
 Tekið af vef Náttúrustofnunar Íslands

X