Frábærar gönguskíðabrautir eru við Egilsstaði. Best er að fylgjast með facebook síðunni Eglsstaðasporið https://www.facebook.com/groups/3326060290743230 fyrir nýjustu fréttir af sporinu. Þessi síða segir frá spori sem er í Selskógi sem er við Eyvindará áður en farið er út úr bænum í átt að Borgarfirði eða Seyðisfirði. Einnig greinir hún frá spori upp á Fjarðarheiði. Hægt er að fá gönguskíði leigð á Gistihúsinu á Egilsstöðum og á skíðasvæðinu í Stafdal. Til að fylgjast með sporinu í Stafdal er farið inn á síðuna www.stafdalur.is

Það má einnig nefna að svæðið allt er frábært fyrir utanbrautargönguskíði sem og fjallskíði en þeir sem hafa áhuga á svigskíðum eða snjóbretti þá er Stafdalur í 17km fjarlægð og Oddsskarð í 50 km fjarlægð

 

ÞJÓNUSTUAÐILAR

X