Ferðafélag Fljótsdalshéraðs var stofnað árið 1969 og er deild í Ferðafélagi Íslands. Félagið skipuleggur á hverju ári ferðir fyrir félagsmenn og birtist áætlun yfir þær í ferðaáætlun Ferðafélags Íslands en auk þess er þær að finna hér á síðunni.
Ferðafélag Fljótsdalshéraðs á og rekur sex gistiskála. Sá nýjasti þeirra er í Loðmundarfirði og er hann eins og skálarnir í Breiðuvík og Húsavík rekinn í samstarfi við ferðamálahópinn á Borgarfirði eystra. Einnig á Ferðafélag Fljótsdalshéraðs ásamt Ferðafélagi Húsavíkur, Sigurðarskála í Kverkfjöllum. Tvo skála á félagið við gönguleiðina á Lónsöræfum, Geldingafell og Egilssel við Kollumúlavatn. Félagið hefur gefið út gönguleiðakort fyrir Fljótsdalshérað, Jökudalsheiði, Út Hérað og Vopnafjörð, nágrenni Snæfells og nágrenni Kverkfjalla. Kortin fást í skálunum, á upplýsingamiðstöð ferðamála á Egilsstöðum og víðar. Þar er einnig hægt að fá gönguleiðakort af Víknaslóðum ásamt lýsingum á gönguleiðum.
Ferðafélag Fljótsdalshéraðs er með tvö spennandi verkefni í gangi, annars vegar Perlur Fljótsdalshéraðs og hins vegar Heiðarbýlin í göngufæri.
Einnig stendur félagið fyrir göngum alla sunnudaga ársins, kíkjið á viðburðardagatalið okkar og finnið göngu við ykkar hæfi.

ÞJÓNUSTUAÐILAR

X