Völlurinn í Tjarnargarðinum á Egilsstöðum er sex körfu völlur og öllum opinn. Við innkomuna í garðinn, nálægt Safnahúsinu, hefur verið komið fyrir skilti sem sýnir skipulag frisbívallarins, m.a. lengd einstakra brauta.
Auk Fljótsdalshéraðs lagði Ungmennafélagið Þristurinn til fjármagn til kaupa á körfu, og Minningasjóður um Pétur Kjerúlf lagði verkefninu til veglegt fjárframlag til minningar um Pétur. Á skiltinu við frisbívöllinn standa þessi orð frá aðstandendum sjóðsins til minningar um Pétur: „Brosum, elskum og njótum dagsins í dag og verum þakklát fyrir það sem við eigum og erum. Verum besta útgáfan af okkur og njótum litlu hlutanna í lífinu, því þegar litið er til baka eru það þeir sem skipta máli. Grípum stundina og gerum hana að þeirri réttu í stað þess að bíða eftir henni.“

Smellið hér fyrir kort

ÞJÓNUSTUAÐILAR

X