Algengar spurningar – FAQ

Hvað er áhugavert að gera á Egilsstöðum?

Það er margir áhugaverðir staðir á Egilsstöðum og nágrenni. Við mælum meðal annars með göngu á Hengifoss, Fardagafoss, Stuðlagil og Hallormsstaðaskóg. Einnig gaman að skjótast í bæjarferð á Seyðisfjörð eða Borgarfjörð að skoða lundanna.

https://hengifoss.is/is/

https://studlagil.is/studlagil-canyon/

https://visitseydisfjordur.com/

https://www.borgarfjordureystri.is/

https://visitseydisfjordur.com/ 

Fleiri hugmyndir má finna á Við mælum með eftirfarandi 11 afþreyingarmöguleikum í nágrenni Egilsstaða

Eru góðir veitingastaðir á Egilsstöðum?

Það eru mjög mikið úrval góðra veitingastaða á Egilsstöðum.

Nánari upplýsingar um veitingastaði má finna á https://visitegilsstadir.is/veitingar/

Eru góðir gistimöguleikar á Egilsstöðum?

Það er gott úrval hótela og gististaða á Egilsstöðum og nágrenni. Ef gestir okkar eru að leita að 3-4 stjörnu hóteli mælum við með Icelandair Hotel Hérað, Gistihúsinu á Egilsstöðum og Hótel Valskjálf.
Í bænum eru einnig fín gistiheimili og má þar nefna Lyngás og Vínland en það síðarnefnda er aðeins fyrir utan bæinn.
Nánari upplýsingar um gististaði má finn á https://visitegilsstadir.is/gisting/

Eru tjaldsvæði á Egilsstöðum?

Camp Egilsstaðir er tjaldsvæði sem er vel staðsett inn í Egilsstaðabæ og er opið allt árið um kring allan sólarhringinn. Hægt er að bóka og greiða á www.campegilsstadir.is
Skipalækur er staðsett í Fellabæ og er opið frá maí – september https://www.skipalaekur.is/control2.php

Eru þvottavélar og þurrkarar fyrir almenning á Egilsstöðum?

Á Camp Egilsstöðum er aðgengi að þvottavélum og þurrkurum opið allan sólarhringinn allan ársins hring. Það þarf að setja 8 x 100kr í sjálfsafgreiðslukassa en þvottaefni er á staðnum og innifalið í verðinu.

Facilities – campegilsstadir.is

Er hjólaleiga á Egilsstöðum?

Hægt er að leigja hjól á Camp Egilsstöðum en það má taka fram að hjólin eru af eldri gerðinni og hugsuð meira fyrir innanbæjarferðir en ekki í erfiðar aðstæður. 

Facilities – campegilsstadir.is

Hvaða stórverslanir eru á Egilsstöðum?

Bæði Nettó og Bónus eru á Egilsstöðum og opnunartímana má finna á https://bonus.is/opnunartimar/ og https://netto.is/verslun/egilsstadir/

Eru góðar gönguleiðir í kringum Egilsstaði?

Það er mjög gott úrval gönguleiða í kringum Egilsstaði. Við mælum með Hengifoss, Fardagafoss, Stuðlagil, Stórurð, Stapavík eða Strútsfoss. Fleiri gönguleiðir má finna á heimsíðu okkar undir Perlum Fljótsdalshéraðs: https://visitegilsstadir.is/perlur-fljotsdalsherads/

Er hægt að stunda skíði nálægt Egilsstöðum?

Það eru 2 skíðasvæði nálægt Egilsstöðum, annars vegar Stafdalur 17km frá Egilsstöðum og hins vegar Oddsskarð í 50km fjarlægð frá Egilsstöðum. https://www.visitfjardabyggd.is/oddsskard  Bæði svæði bjóða upp á skíðaleigu.
Margir möguleikar eru á fjallskíðum og utanbrautarskíðum en annars eru gönguskíððbrautir lagðar reglulega í Selskógi, Fjarðarheiði og í Stafdal.

Frábærar gönguskíðabrautir eru við Egilsstaði. Best er að fylgjast með facebook síðunni Eglsstaðasporið https://www.facebook.com/groups/3326060290743230 fyrir nýjustu fréttir af sporinu. Þessi síða segir frá spori sem er í Selskógi sem er við Eyvindará áður en farið er út úr bænum í átt að Borgarfirði eða Seyðisfirði. Einnig greinir hún frá spori upp á Fjarðarheiði. Hægt er að fá gönguskíði leigð á Gistihúsinu á Egilsstöðum og á skíðasvæðinu í Stafdal. Til að fylgjast með sporinu í Stafdal er farið inn á síðuna www.stafdalur.is

Það má einnig nefna að svæðið allt er frábært fyrir utanbrautargönguskíði sem og fjallskíði.

Er flugvöllur nálægt Egilsstöðum?

Egilsstaðaflugvöllur er millilandaflugvöllur staðsettur í 1km fjarlægð frá bænum svo auðvelt er að fara fótgangandi til og frá flugvelli. Flugtími milli Egilsstaða og Reykjavíkur er u.þ.b. 50 mín og á flugvellinum eru nokkrar bílaleigur eins og Bílaleiga Akureyrar, Avis og Hertz

Egilsstaðir Airport (isavia.is)

Hvar er best að sjá norðurljós við Egilsstaði?

Norðurljós geta verið sýnileg frá byrjun september fram í miðjan apríl. Þau er sýnilegust fyrir utan bæinn þar sem ljósmengun er minnst en allt veltur þetta á veðri, sólarvirkni og heppni. Gott að fylgjast með á: https://www.vedur.is/vedur/spar/nordurljos/

Hvenær er best að heimsækja Egilsstaði?

Það veltur á því hvað þér finnst gaman að gera. Hér bíður þín náttúruparadís allan ársins hring. Héraðið er rómað fyrir einstaklega gott verðurfar, heit sumur og fallega vetur. Veturnir eru því ekki síðri heimsóknartími sér í lagi ef þú hefur gaman að skíðaíþróttinni.

Eru náttúrulaugar í kringum Egilsstaði?

Vök Baths eru náttúrulaugar sem opnuðu sumarið 2019 við Urriðavatn rétt fyrir utan Egilsstaði og eru opnar allan ársins hring.
Aðrar laugar eru eingöngu aðgengilegar að sumarlagi en má þar nefna Laugarfell upp á hálendinu og heita fossinn í Laugarvalladal. Einnig má finna litlar laugar við Óbyggðasetrið.

Vök Baths – Vök Baths (vokbaths.is)

Hot springs | Laugarfell

HOT SPRING SPA | Wilderness Center

Er sundlaug eða líkamsrækt á Egilsstöðum?

Það eru 2 líkamsræktarstöðvar staðsettar á Egilsstöðum. Annars vegar Austur 101 og hægt að fylgjast með dagskrá á https://www.facebook.com/Austur101. Hins vegar er líkamsræktarstöð staðsett í íþróttamiðstöð Egilsstaða þar sem sundlaugin er. Laugin er 25 metra löng og eru 2 heitir pottar og ásamt barnalaug.
Sundlaug:
Vetraropnun 1. september – 31. maí er eftirfarandi:
mánudaga-föstudaga frá 6.30-20:30
laugardaga og sunnudaga 10:00-17:00
Sumaropnun 1. Júní-31. ágúst er eftirfarandi:
Mánudagar-föstudagar 6:30-21:30
laugardagar og sunnudagar 10:00-18:00
Líkamræktarstöð:
Vetraropnun 1. september – 31. maí er eftirfarandi:
mánudagar-fimmtudagar 6:30-22:00
föstudagar 6:30-20:30
laugardagar og sunnudagar 10:00-18:00
Sumaropnun 1. Júní-31. ágúst er eftirfarandi:
mánudagar-föstudagar 6:30-21:30
laugardagar og sunnudagar 10:00-18:00

Sundlaug og íþróttahús | Múlaþing (mulathing.is)

Hvar er læknisaðstoð fáanleg?

Heilsugæslan er staðsett á Lagarási 19.
Opnunartími er mánudaga til föstudaga milli 8:00-16:00
Sími: 470 3000
Neyðarsími utan opnunartíma 1700
Neyðarnúmer 112

HSA | VIRÐING, ÖRYGGI, FAGMENNSKA

Hvar finn ég aðrar upplýsingingar um Egilsstaði og nágrenni?

Upplýsingar um aðra þjónustu í bænum má finna á https://visitegilsstadir.is/verslun-og-thjonusta/ 

X