Grunnsýningar:

Hreindýrin á Austurlandi
Þessi sýning fjallar um hreindýrin á Austurlandi. Hreindýr lifa ekki villt annars staðar á Íslandi og það skapar náttúru og menningu á Austurlandi sérstöðu. Hreindýrin hafa á sér ævintýrablæ. Þau halda til í óbyggðum svo að fáir eiga þess kost að sjá þau en það hefur þó breyst nokkuð í kjölfar fjölgunar dýranna því að þau hafa á undanförnum áratugum sótt í beit á láglendi og hafa vanist mannaferðum og umferð í byggð.
Sýningin er helguð minningu Helga Valtýssonar rithöfundar og Eðvarðs Sigurgeirssonar ljósmyndara og kvikmyndagerðarmanns, sem með ferðum sínum á hreindýraslóðir í Kringilsárrana árin 1939–1944 opnuðu augu Íslendinga fyrir tign og lífsbaráttu hreindýranna.

 

Sjálfbær eining
Yfirskrift sýningarinnar vísar til þess að áður fyrr þurfti hvert íslenskt sveitaheimili að vera sjálfu sér nægt um brýnustu lífsnauðsynjar, fæði, klæði, áhöld, verkfæri og húsaskjól. Til sýnis eru ýmsir gripir sem tilheyra sögu gamla sveitasamfélagsins á Austurlandi eins og það var fram undir miðja 20. öld. Þessir gripir eru vitnisburður um búskaparhætti, handverk og lífsbaráttu fólks sem lifði af landi sínu og bústofni fyrir daga nútímatækni. Um er að ræða heimagerða íslenska muni en einnig innflutta hluti sem Austfirðingar gátu keypt í verslunum kaupmanna í fjórðungnum. Flestir gripirnir á sýningunni tengjast hagnýtu hlutverki þeirra í daglegu lífi, bústörfum, klæða- og matargerð. Aðrir gripir á sýningunni endurspegla að lífið snerist ekki aðeins um hið hagnýta heldur einnig um að búa til fallega hluti til prýði og yndisauka.

ÞJÓNUSTUAÐILAR

Opnunartímar
Vetraropnun (1. sept – 31. maí): Þriðjudaga til föstudaga, 11:00-16:00 (rétt á heimasíðu)
Sumaropnun (1. júní – 31. ágúst): Opið alla daga 10-18

Aðgangseyrir:
18 ára og eldri: 1.500 kr
17 ára og yngri: frítt
Eldri borgarar, öryrkjar og nemar: 1.000 kr.
Hópar með 10 manns eða fleiri: 900 kr. á mann.

 

Minjasafn Austurlands 

Address:  

Laufskógar 1 • 700 Egilsstaðir 

minjasafn@minjasafn.is • 471 1412 

https://www.minjasafn.is/english

 

X