Kjarvalshvammur stendur stutt frá Ketilsstöðum í Hjaltastaðaþinghá. Þetta er kyrrlátur staður rétt við veg nr. 94 og við Selfljótið. Jóhannes S. Kjarval (1889 – 1972) dvaldi í þessum hvammi í tjaldi í tvö ár í kringum 1948 og málaði. Þegar bóndinn á Ketilsstöðum var búinn að horfa upp á hann í tjaldinu gaf hann honum skikann og byggði kofa á honum. Þessi kofi stendur enn. Þarna dvaldi Kjarval oft og málaði þar margar af sínum frægustu myndum. Þetta er eina fasteignin sem Kjarval átti. Þarna er líka bátaskýli fyrir bát sem Kjarval á að hafa siglt niður Selfljót til sjávar.

ÞJÓNUSTUAÐILAR

X