Á Héraði eru nokkrir ferðaskipuleggjendur og ferðaskrifstofur sem fara í skipulagðar hestaferðir yfir sumartímann. Þessar ferðir eru í flestum tilfellum ætlaðar reyndum hestamönnum og geta verið frá nokkurra tíma langar upp í margra daga ferðir.

ÞJÓNUSTUAÐILAR

Denni og Arna hafa undanfarin ár farið með ótal ferðamenn í hestaferðir um óbyggðir Fljótsdalshéraðs. Ferðirnar eru 6 og 10 daga langar og því ætlaðar reyndum hestamönnum. Þau eru stofnendur Óbyggðasafns Íslands, Arna er sagnfræðingur og Denni kvikmyndagerðarmaður og þekkja þau svæðið og allar sögur og sagnir sem tengjast því mjög vel. Þú ert í góðum höndum í ferðunum þeirra um hálendið.

Simi: +354 440 8822 

Hestaleiga er að Stóra-Sandfelli og er hægt að fara í skipulagðar eins- til fjögurra tíma ferðir um skóga, fjöll og dali. Vinsælir eru reiðtúrar inn í Hjálpleysu sem er djúpur, sagnaríkur og fagur eyðidalur. Einnig er vinsælt að bregða sér á bak í miðnæturtúra að sumarlagi.
Tjaldsvæðið og hestaleigan eru opin frá 1. júní – 15. september.
Gistiaðstaðan er opin frá 15. maí – 1. október.
Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Simi: +354 471 2420
X