Grunnavatn

Grunnavatn
N65°13.52-W15°34.08

Bærinn stóð í 585 metra hæð um það bil 5 km fyrir sunnan Sænautavatn og byggðist 1853 úr Brúarlandi. Á Grunnavatni voru góðir sumarhagar, en snjóþungt. Frumbyggjar voru Jónas Bergsson (Peninga-Bergs) Hallssonar úr Eiðaþinghá og Arndís Magnúsdóttir ættuð úr sömu sveit. Þau fluttust til Vesturheims með börn sín 1880. Ekki var búið að Grunnavatni í 8 ár eftir öskufallið og einnig féll þar niður ábúð um tveggja ára skeið er baðstofan brann árið 1903, að öðru leyti var samfellt búið þar til 1923.

 

Rangalón

ÞJÓNUSTUAÐILAR

X